Körfubolti

Höfum talað um okkur sem gott varnarlið frá fyrstu æfingu

Andri Már Eggertsson skrifar
Ólafur Jónas og lið hans fagnaði vel og innilega í leikslok.
Ólafur Jónas og lið hans fagnaði vel og innilega í leikslok. Vísir/Bára Dröfn

Valur vann níu stiga sigur á Haukum 73-82. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með síðari hálfleik Vals. 

„Mér finnst þetta smátt og smátt vera að smella hjá okkur. Mér fannst varnarleikurinn hjá okkur í fyrri hálfleik ekki góður, við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að spila betri vörn í seinni hálfleik sem við gerðum.“ 

„Við ætluðum að spila betri vörn í fyrri hálfleik og við vildum ýta þeim úr þeirra aðgerðum. Í seinni hálfleik tókst það, þegar við fáum gott boltaflæði þá detta hlutirnir fyrir okkur sóknarlega og þegar við spilum góða vörn þá fáum við auðveld stig,“ sagði Ólafur Jónas ánægður með sigur kvöldsins.

Ólafur var hæstánægður með hvernig Valur spilaði í þriðja leikhluta og fékk Valur aðeins á sig tólf stig á tíu mínútum.

„Við viljum vera gott varnarlið og sóknin fylgir þá með. Við höfum talað um það frá fyrstu æfingu í sumar.“

Ólafur var ánægður með liðsheildina í leiknum og fannst honum allir leikmennirnir á skýrslu skila góðu verki.

„Ég verð að hrósa stelpunum á bekknum, það eru sextán manns sem koma hingað og það eru þvílík læti, barátta og það er ekki annað hægt en að elska það,“ sagði Ólafur að lokum.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×