Enski boltinn

Sigur í fyrsta leik Lampard | Southampton hafði betur gegn Coventry í framlengingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
frank Lampard fagnaði sigri í fyrsta leik sínum sem knattspyrnustjóri Everton.
frank Lampard fagnaði sigri í fyrsta leik sínum sem knattspyrnustjóri Everton. Clive Brunskill/Getty Images

Fjórða umferð FA-bikarsins er í fullum gangi og nú rétt í þessu var átta leikjum að ljúka. Everton vann öruggan 4-1 sigur gegn Brentford í fyrsta leik liðsins undir stjórn Frank Lampard og Southampton vann 2-1 sigur gegn B-deildarliði Coventry eftir framlengingu.

Yerri Mina kom Everton yfir strax á 14. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir meiddan Ben Godfrey stuttu áður.

Staðan var því 1-0 í þegar flautað var til hálfleiks, en Richarlison tvöfaldaði forystu Everton-manna stuttu eftir hlé.

Ivan Toney minnkaði muninn fyrir Brentford af vítapunktinum á 54. mínútu, áður en Mason Holgate endurheimti tveggja marka forystu heimaliðsins átta mínútum síðar.

Það var svo Andros Townsend sem gulltryggði 4-1 sigur Everton með marki í uppbótartíma.

Þá vann Southampton 2-1 sigur gegn B-deildarliði Coventry í framlengdum leik. Viktor Gyoekeres skoraði mark Coventry á 22. mínútu áður en Stuart Armstrong jafnaði metin fyrir Southampton eftiur rúmlega klukkutíma leik.

Það var svo Kyle Walker-Peters sem reyndist hetja Southampton þegar hann skoraði sigurmark leiksins á 112. mínútu.

Úrslit dagsins

Crystal Palace 2-0 Hartlepool United

Everton 4-1 Brentford

Huddersfield Town 1-0 Barnsley

Manchester City 4-1 Fulham

Peterborough United 2-0 Queens Park Rangers

Southampton 2-1 Coventry City

Stoke City 2-0 Wigan Athletic

Wolves 0-1 Norwich

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×