Sport

Leikjum frestað vegna smita í þremur liðum

Sindri Sverrisson skrifar
Kórónuveirusmit koma í veg fyrir að karlalið KR í körfubolta, og kvennalið Fram og KA/Þórs í handbolta, geti spilað um helgina.
Kórónuveirusmit koma í veg fyrir að karlalið KR í körfubolta, og kvennalið Fram og KA/Þórs í handbolta, geti spilað um helgina. vísir/elín björg/Hulda margrét

Enn þarf að fresta í handbolta og körfubolta hér á landi um helgina vegna kórónuveirusmita í herbúðum liða.

Körfuboltaaðdáendur þurfa að bíða lengur eftir því að sjá Njarðvík og KR eigast við í Subway-deild karla. Liðin áttu að mætast í kvöld en rétt í þessu barst tilkynning frá KKÍ um að leiknum hefði verið frestað. Ástæðan mun vera smit í liði KR-inga.

Á morgun áttu svo Íslandsmeistarar KA/Þórs að mæta sjóðheitum Eyjakonum í afar áhugaverðum leik í Olís-deild kvenna í handbolta en þeim leik hefur verið frestað, sem og leik KA/Þórs við HK næsta miðvikudag, vegna smita hjá meisturunum.

Í sömu deild hefur leik Fram og Stjörnunnar einnig verið frestað en hann átti að fara fram á morgun. Ástæðan er smit í leikmannahópi Fram.

Nýjar dagsetningar fyrir leikina hafa ekki verið ákveðnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×