Fótbolti

Fyrrum besta knattspyrnukona heims fram­lengir við Barcelona

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alexa Putellas hreykir sig þarna af Gullboltanum sem hún vann tvö ár í röð.
Alexa Putellas hreykir sig þarna af Gullboltanum sem hún vann tvö ár í röð. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images

Ein besta knattspyrnukona heims, Alexia Putellas, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Barcelona um tvö ár.

Putellas hlaut Ballon d‘Or árin 2021 og 2022. Síðan þá hefur hún glímt við mikil meiðsli. 

Síðastliðin tvö tímabil hefur hún lítið spilað og gengist undir tvær aðgerðir á hné. Hún fékk fjölda tilboða frá liðum vestanhafs í NWSL deildinni en ákvað að halda kyrru fyrir í Barcelona.

Viðræður milli Putellas og Barcelona sigldu í strand í febrúar þegar óljóst var hvert hlutverk hennar yrði hjá félaginu í framtíðinni. Það tókst að slétta úr þeim málum og báðir aðilar sættust á niðurstöðu málsins.

Barcelona varð spænskur deildar- og bikarmeistari á tímabilinu. Þær geta fullkomnað þrennuna næsta laugardag með sigri gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×