Klinkið

Góðir hlutir sem gerast alltof hægt

Ritstjórn Innherja skrifar
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallaði um möguleikann á því að Reykjavíkurborg seldi Malbikunarstöðina Höfða.

Borgarráð hefur, eins og kunnugt er, falið fjármála- og áhættusviði borgarinnar að skoða kosti og galla mögulegrar sölu malbikunarstöðinni eins og kveðið var á um í samstarfssáttmála meirihlutans. Að sögn Pawels er þessi áfangi til marks um að stefnu Viðreisnar hafi verið fylgt eftir.

„Viðreisn hefur þá stefnu að hið opinbera ætti ekki að standa í samkeppnisrekstri. Þeirri stefnu höfum við fylgt í Reykjavík. Og munum fylgja henni áfram,“ skrifaði Pawel.

Það er ansi vel í lagt að hrósa sigri eftir svo lítið skref sem tók svo langan tíma. Jafnvel þótt niðurstaðan verði sú að selja malbikunarstöðina – og það er ekki öruggt – verður borgin, eftir sem áður, eigandi Sorpu og Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur. Þessi fyrirtæki eru einnig í harðri samkeppni við einkafyrirtæki og hafa hvort um sig margfalt viðameiri efnahagsreikning en malbikunarstöðin. 

Með þessu áframhaldi munu borgarbúar þurfa að bíða ansi lengi eftir því að stefnu Viðreisnar um að hið opinbera eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri verði fylgt eftir að fullu.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Skoða sölu á Mal­bikunar­­stöðinni Höfða sem er á leið til Hafnar­fjarðar

Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×