Sport

Koddaslagur mögulega á leiðinni inn á Ólympíuleikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það þarf að finna fimmtu greinina í fimmtarþrautina eftir að hestarnir duttu út. Koddaslagur kemur víst til greina.
Það þarf að finna fimmtu greinina í fimmtarþrautina eftir að hestarnir duttu út. Koddaslagur kemur víst til greina. Getty/Tim Clayton

Fimmtarþraut er ein elsta Ólympíugreinin en berst nú fyrir lífi sínu á leikunum. Fyrst var keppt í fimmtarþrautinni á leikunum í Stokkhólmi árið 1912 en hún hefur fyrir löngu fallið í skuggann á öðrum greinum.

Það var hins vegar mikið fjallað um fimmtarþrautina á leikunum í Tókyó síðasta sumar og það var ekki af góðu. Einn sigurstranglegasti keppandinn varð þá uppvís að því ásamt þjálfara sínum að berja hestinn sinn. Eftir það var tekin sú ákvörðun að hætta keppni á hestum í fimmtarþrautinni.

Í nútíma fimmtarþraut er keppt í fimm mismunandi greinum og keppar var í þeim á öllum þessum Ólympíuleikum. Það var keppni í skylmingum, tvö hundruð metra sund, reiðmennskuþraut og svo sambland af 3200 metra víðavangshlaupi og skotkeppni með skammbyssu.

Nú þarf hins vegar að finna aðra grein í staðinn fyrir reiðmennskuna og þar koma nokkrar íþróttagreinar til greina.

Meðal þeirra hugmynda sem hafa komið fram er keppni í koddaslag. Það kemur líka til greina að keppa með dróna, hjólreiðar, keppni á hjólaskautum, hindrunarhlaup og grindahlaup.

Eva Fjellerup, sem hefur keppt í fimmtarþraut fyrir Dani, telur hugmyndina um koddaslaginn vera eins konar aprílgabb og lítilsvirðingu við íþróttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×