Erlent

Evrópu­sam­bandið gefur grænt ljós á lyf Pfizer

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lyfið hefur verið nefnt Paxlovid.
Lyfið hefur verið nefnt Paxlovid. Getty Images

Lyfjastofnun Evrópu hefur nú gefið grænt ljós á notkun Pfizer-lyfsins Paxlovid gegn Covid-19. Lyfið er hugsað til meðhöndlunar á þeim sem taldir eru í hættu á að veikjast alvarlega af veirunni.

Lyfið kemur í pilluformi og sem er sérstakt að mörgu leyti enda hafa flest lyf gegn kórónuveirunni hingað til verið gefin í æð.

Paxlovid er talið hafa allt að 90 prósent virkni gegn alvarlegum veikindum og sérfræðingar telja það einnig reynast vel gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar.

Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir lyfið lofa góðu enda geti einstaklingar hæglega innbyrt lyfið heima fyrir. Það geti jafnvel skipt sköpum. Reuters greinir frá.

Lönd á borð við Ítalíu, Þýskaland og Belgíu hafa nú þegar keypt lyfið en Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna gaf leyfi fyrir notkun lyfsins í desember á síðasta ári. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa gert slíkt hið sama.


Tengdar fréttir

Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða

Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×