Erlent

Drottningin varði nótt á sjúkra­húsi

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet drottning dvaldi á Sjúkrahúsi Játvarðs sjöunda konungs í Marylebone í London.
Elísabet drottning dvaldi á Sjúkrahúsi Játvarðs sjöunda konungs í Marylebone í London. Getty

Elísabet II Bretadrottning varði aðfaranótt gærdagsins á sjúkrahúsi í London en hún er komin aftur til Windsor-kastala.

Frá þessu sagði í tilkynningu frá bresku konungshöllinni síðdegis í gær, en drottningin var flutt á sjúkrahús til skoðunar. 

Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að drottningin skyldi fresta fyrirhugaðri heimsókn sinni til Norður-Írlands og henni ráðlagt að hvíla sig eftir þétta dagskrá síðustu daga.

Hin 95 ára Elísabet sneri aftur frá spítalanum um hádegisbil í gær og kom fram í tilkynningunni að hún væri hress.

Elísabet dvaldi á Sjúkrahúsi Játvarðs sjöunda konungs í Marylebone í London.

Í frétt BBC er tekið fram að ekki sé talið að veikindi hennar hafi nokkuð að gera með kórónuveiruna. Það hafi þótt hentugra að drottningin myndi verja nóttinni á sjúkrahúsinu eftir skoðun lækna og var hún snúin aftur til vinnu um miðjan dag í gær.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2013 sem drottningin ver nótt á sjúkrahúsi, en síðast var það vegna einkenna iðrabólgu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×