Fótbolti

Lewandowski hlaut gullskóinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum.
Robert Lewandowski fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum. Alexander Hassenstein/Getty Images

Pólski framherjinn, Robert Lewandowski, hlaut í gær gullskó Evrópu fyrir seinasta tímabil. Gullskóinn hlýtur markahæsti leikmaður álfunnar, en Lewandowski skoraði 41 mark í þýsku úrvalsdeildinni á seinasta tímabili.

Þessi 33 ára framherji er aðeins annar leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar til að hljóta þessi verðlaun, en sá sem gerði það áður var þýski markahrókurinn Gerd Müller árið 1972.

Lewandowski hefur verið duglegur við að bæta met Müller upp á síðkastið. Fyrr í mánuðinum bætti hann félagsmetmet Müller þegar hann skoraði í 16. leiknum í röð, og undir lok seinasta tímabils bætti hann met þýsku goðsagnarinnar yfir flest mörk skoruð á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.

Lewandowski birti færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann þakkar fjölskyldu, liðsfélögum þjálfurum og öllu starfsfólki Bayern München fyrir allt það sem að þau hafa afrekað saman.

Eins og áður segir skoraði Pólverjinn 41 mark í þýsku úrvalsdeildinni á seinasta tímabili, en enginn sigurvegari gullskósins hefur skorað meira síðan að Cristiano Ronaldo hlaut verðlaunin árið 2015 þegar hann skoraði 48 mörk.

Lewandowski hefur nú þegar skorað sjö mörk í fyrstu fimm umferðum þýsku deildarinnar, en haldi hann sama markaregni áfram mun hann gera enn betur á þessu tímabili en því seinasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×