United lyfti sér upp að hlið Newcastle

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Amad Diallo skoraði og lagði upp fyrir United.
Amad Diallo skoraði og lagði upp fyrir United. Stu Forster/Getty Images

Manchester United vann sterkan 3-2 sigur er liðið tók á móti Newcastle í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Heimamenn í United voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hinn 19 ára Kobbie Mainoo kom liðinu yfir á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Amad Diallo. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og heimamenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið.

Anthony Gordon jafnaði þó metin fyrir gestina á 49. mínútu áður en áðurnefndur Amad Diallo endurheimti forystuna fyrir United átta mínútum síðar.

Rasmus Højlund skoraði svo þriðja mark heimamanna á 84. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes, aðeins um mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Gestirnir bitu frá sér á lokamínútum leiksins og Lewis Hall minnkaði muninn á annarri mínútu uppbótartíma, en þar við sat.

Niðurstaðan því 3-2 sigur Manchester United sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 57 stig fyrir lokaumferðina, líkt og Newcastle sem er í sjöunda sæti með betri markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira