Erlent

Tyrkir segjast hafa handsamað frænda Gulen í Kenía

Kjartan Kjartansson skrifar
Mynd sem tyrknesk yfirvöld birtu af Selahattin Gulen, frænda Fetullah Gulen, í dag. Þau segjast hafa handsamað hann í Kenía og flutt með sér heim.
Mynd sem tyrknesk yfirvöld birtu af Selahattin Gulen, frænda Fetullah Gulen, í dag. Þau segjast hafa handsamað hann í Kenía og flutt með sér heim. AP/Tyrkenska leyniþjónustan

Útsendarar tyrkneskar stjórnvalda eru sagðir hafa handsamað frænda Fetuhallahs Gulen, klerksins sem þau kenna um blóðuga valdaránstilraun árið 2016, í Kenía. Frændinn hafi verið fluttur til Tyrklands þar sem hann bíða réttarhöld.

Tyrkneskir ríkisfjölmiðlar greindu frá aðgerð útsendara leyniþjónustunnar í Kenía til að handsama Selahaddin Gulen. Hann var eftirlýstur í Tyrklandi fyrir meinta aðild að hryðjuverkasamtökum. Ekki kom fram í fréttunum hvenær Gulen var tekinn höndum en hvenær hann var fluttur til Tyrklandi. Talið er að hann hafi búið í Kenía, að sögn AP-fréttastofunnar.

Recep Erdogan forseti hefur sakað Fetullah Gulen um að hafa staðið að valdaránstilraun fylkingar innan hersins í júlí 2016. Beittu valdaránsmennirnir skriðdrekum, orrustuþotum og þyrlum til þess að reyna að steypa Erdogan af stóli og lét 251 lífið í átökunum. Um 35 meintir valdaránsmenn voru felldir.

Gulen klerkur er sjálfur í útlegð í Bandaríkjunum en hann neitar ábyrgð á valdaránstilrauninni misheppnuðu. Tyrknesk stjórnvöld hafa undanfarið handsamað einstaklinga sem þau saka um að tilheyra hreyfingu Gulen á erlendri grundu og neytt þá til að snúa aftur heim.


Tengdar fréttir

Tugir í lífs­tíðar­fangelsi vegna valda­ráns­til­raunarinnar 2016

Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag tugi manna í lífstíðarfangelsi vegna aðildar þeirra að hinni misheppnuðu valdaránstilraun sem beindist gegn stjórn Receps Tayyip Erdogan forseta árið 2016. Í hópi hinna dæmdu eru meðal annars fyrrverandi hermenn í lífvarðarsveit forsetans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×