Innlent

Sinubruni í Mosfellsbæ

Snorri Másson skrifar
180807929_10222847898558826_2914463161817644891_n
Kristín Lóa Pedersen

Slökkviliðsmenn úr Mosfellsbæ voru um klukkustund að ráða niðurlögum sinubruna sem kviknaði í bænum á sjötta tímanum í dag.

Engan sakaði nema gróðurinn, sem brann á nokkuð stóru svæði á milli Varmár og Leirvogsár. Ekki var um stærri eld að ræða en svo að hægt var að leysa málið á tiltölulega stuttri stundu.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er algengt að sinubrunar eigi upptök sín í eldi af mannavöldum en óljóst er hvað olli þessum. Sígaretta getur dugað til sem fleygt er út um bílglugga á ferð.

Kristín Lóa Pedersen

Eldurinn varð fyrir neðan hringtorgið þar sem ekið er inn í Mosfellsdal.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×