Fótbolti

Klopp: Meistaradeildarsætið mun ekki hafa áhrif á kaup Liverpool í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta tímabil hefur reynt mikið á Jürgen Klopp enda hefur lítið gengið upp við mark andstæðinganna.
Þetta tímabil hefur reynt mikið á Jürgen Klopp enda hefur lítið gengið upp við mark andstæðinganna. EPA-EFE/Clive Brunskill

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði um það á blaðamannafundi í dag að félagið muni ekki breyta sínum plönum í sumar fari svo að liðinu mistakist að tryggja sig inn í meistaradeildina fyrir næsta tímabil.

Liverpool er nú fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti eftir að hafa misst frá sér sigra í síðustu leikjum á móti Leeds United og Newcastle United en framundan er leikur á móti Manchester United á Old Trafford um helgina.

Klopp var mjög ósáttur með frammistöðu leikmanna í síðasta leik á móti Newcastle United og talaði þar um að liðið ætti ekki Meistaradeildarsætið skilið með slíkri frammistöðu.

„Meistaradeildin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir félagið og þá sérstaklega fjárhagslega. Það er ekki gott ef við komust ekki þangað. Það er enginn vafi á því,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum.

„En ég held að muni samt ekki breyta neinu. Staðan var erfið fyrir og verður það áfram. Þetta er alltaf erfitt,“ sagði Klopp.

Klopp hefur hafnað þeim fréttum að lykilmenn muni yfirgefið félagið takist Liverpool ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti en Mohamed Salah hefur tvisvar neitað að útiloka það að hann fari til Spánar.

Klopp hefur ekki fengið að eyða miklu í nýja leikmenn undanfarin tímabil og kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á rekstur Liverpool sem og annarra fótboltafélaga.

Það efast samt enginn um það að það verður ekki eins spennandi að spila fyrir Liverpool ef að það verða engir Meistaradeildarleiki í boði á næstu leiktíð.

Liverpool breytir því kannski ekki um taktík en væntanlegir leikmenn breyta aftur á móti möguleika um skoðun um hvort þeir vilji koma til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×