Innlent

Vilja ekki dvelja á sótt­kvíar­hótelinu með þriggja mánaða barn sitt

Sylvía Hall skrifar
216 dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi.
216 dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Vísir/Egill

Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla.

Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður hjónanna í samtali við fréttastofu, en RÚV greindi fyrst frá. Kæra hjónanna er því sú fjórða sem fer fyrir héraðsdóm en þrjár aðrar verða teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu. Þar bendir hann á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. Honum þykir sérkennilegt að hann þurfi að leggja fram kröfugerð.

„Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag.


Tengdar fréttir

Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun

Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Katrínartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu.

Hyggst ekki endur­skoða um­deilda reglu­gerð um sótt­kvíar­hótel

Heil­brigðis­ráð­herra segir það ekki koma til greina eins og er að endur­skoða reglu­gerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtu­dag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×