Viðskipti innlent

Keyptu Svefn­eyjar á Breiða­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Áslaug Magnúsdóttir hjá Kötlu.
Áslaug Magnúsdóttir hjá Kötlu. Katla/Kári Sverrisson

Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaupsýslukona, og austurrískur unnusti hennar, Sacha Tueni, eru að taka við Svefneyjum á Breiðafirði, en Tueni keypti nýverið eyjarnar af afkomendum Dagbjarts Einarssonar, útgerðarmanns í Grindavík, og Birnu Óladóttur, konu hans.

Morgunblaðið segir frá þessu í morgun. Tueni hefur starfað í tæknigeiranum í Bandaríkjunum en Áslaug segist kveðst ætla að nota íslenska þörunga í nýjustu fatalínuna sína sem gengur undir nafninu Katla.

Svefneyjar eru á sjöunda tug og fylgja mikil hlunnindi jörðinni. Mikil hlunnindi eru í Svefneyjum, þar með talið æðarvarp, skarfa- og lundaveiði, eggjataka og selir. Eyjarnar eru sögufrægar, en þar fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn Eggert Ólafsson á átjándu öld.

Eyjarnar voru auglýstar til sölu 2012 eins og sjá má í fréttinni að neðan. 

Áslaug segir að þau ætli sér að nýja eyjarnar til sumardvalar, en munu mögulega dvelja og vinna þar lengur.

Dagbjartur og Birna keyptu eyjarnar fyrir um 28 árum ásamt fleirum, en Tueni keypti 75 prósenta hlut fjölskyldunnar og sömuleiðis fjórðungshlut í eigu Olís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×