Sögu­leg byrjun Tyrkja og sigur hjá Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ozan Tufan fagnar frábæru marki sínu á Malaga.
Ozan Tufan fagnar frábæru marki sínu á Malaga. Quality Sport Images/Getty

Tyrkir eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í G-riðlinum. Þeir unnu 3-0 sigur á Noregi í dag er liðin mættust á Spáni.

Norðmenn léku á Spáni vegna harðra sóttvarnarreglna í Tyrklandi og Tyrkirnir nýttu sér það til hins ítrasta.

Ozan Tufan kom Tyrkjum yfir á fjórðu mínútu og Caglar Soyuncu tvöfaldaði forystuna á 28. mínútu eftir hornspyrnu.

Ozan Tufan skoraði þriðja mark Tyrkja með frábæru skoti á 59. mínútu og ekki skánaði það fyrir Norðmenn er Kristian Thorstvedt fékk beint rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok.

Tyrkir eru því með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM en það hefur aldrei gerst áður hjá Tyrkjunum. Norðmenn eru með þrjú stig.

Í sama riðli vann Holland 2-0 sigur á Lettlandi. Steven Berghuis skoraði fyrra markið á 32. mínútu og Luuk De Jong tvöfaldaði forystuna á 69. mínútu.

Holland er því með þrjú stig, en þeir töpuðu í fyrstu umferðinni gegn Tyrklandi á útivelli, en Lettar eru án stiga.

Króatía vann svo 1-0 sigur á Kýpur í H-riðlinum. Mario Pasalic skoraði fyrsta markið á 40. mínútu en Króatar eru því komnir á blað í H-riðlinum. Kýpur er með eitt stig.

Hvíta-Rússland vann 4-2 sigur á Eistum í E-riðlinum en þetta var fyrsti leikur Hvít Rússa í riðlinum. Eistar eru án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira