Fótbolti

Stoðsending á Eið Smára ein af bestu tilþrifum Ronaldinho í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldhino fagna marki saman. Þeir náðu oft vel saman hjá Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldhino fagna marki saman. Þeir náðu oft vel saman hjá Barcelona. Getty/Harry How

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldinho átti afmæli í gær og það þótti mörgum við hæfi að hendi í tilþrifapakka á samfélagsmiðlum.

Ronaldinho hélt upp á 41 árs afmælið sitt í gær en kappinn var mikill skemmtikraftur inn á fótboltavellinum þegar hann var upp á sitt besta.

Twitter síða Meistaradeildarinnar birti í gær bestu tilþrifin hjá Ronaldinho í leikjum hans í Meistaradeildinni í tilefni afmælisins.

Ronaldinho vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2006. Hann spilaði alls 47 leiki í Meistaradeildinni og var með 18 mörk og 14 stoðsendingar í þeim.

Eina af þessum stoðsendingum komst á tilþrifalistann en hún var í leik á móti Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 31. októtber 2006.

Ronaldinho gerði fór þá illa með bakvörðinn Khalid Boulahrouz og sendi utanfótarsendingu inn í markteig þar sem Eiður Smári átti ekki neinum vandræðum með að setja boltann í markið.

Eiður Smári kom Chelsea þarna í 2-1 á 58. mínútu á móti sínum gömlu félögum í Chelsea en Didier Drogba náði að tryggja Chelsea jafntefli með marki í uppbótatíma.

Það má sjá þessa stoðsendingu Ronaldinho á Eið Smára hér fyrir ofan.

Barcelona fór í sextán liða úrslitin þetta tímabil en datt út á móti Liverpool. Þegar Eiður Smári vann síðan Meistaradeildina með Barcelona vorið 2009 þá var Ronaldinho farinn frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×