Sport

Dagskráin í dag - Seinni bylgjan á sínum stað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur
Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur

Íslenskur handbolti og íslenskur körfubolti á sportstöðvum Stöðvar 2 auk þess sem skyggnst verður inn í heim tölvuleikjanna.

Fyrsta útsending dagsins verður úr Breiðholtinu þar sem botnlið Olís deildar karla, ÍR, fær Fram í heimsókn í Reykjavíkurslag.

Leikurinn verður svo gerður upp, ásamt öðrum leikjum umferðarinnar, hjá Henry Birgi Gunnarssyni og félögum hans í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15.

Það verður einnig boðið upp á nágrannaslag í Dominos deild karla í körfubolta þar sem Grindavík og Keflavík eigast við í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.

Þá verða félagarnir í GameTíví á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Esport.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×