Innlent

Tilkynnt um þjófnað á tveimur heimilum á höfuðborgarsvæðinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu.
Lögreglustöðin Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt hefur verið um þjófnað á tveimur heimilum í umdæmi lögreglustöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ekki er tekið fram nákvæmlega um hvaða hverfi er að ræða. Umdæmið nær til miðborgarinnar, austur- og vesturbæjar og Seltjarnarness.

Í öðru tilfellinu var tilkynnt um þjófnað á fatnaði og fleiri munum sem teknir voru af heimilinu. Á hinu heimilinu sem brotist var inn á voru ummerki með svipuðum hætti og í hinu málinu að því er segir í tilkynningu lögreglu og eru málin tvö til rannsóknar.

Þá var ökumaður stöðvaður í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Sá var jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og hafði áður verið tilkynnt um að hann hafi valdið ónæði í fjölbýlishúsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×