Fótbolti

Glódís og Karólína mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Lyon hafa meðal annars slegið út Juventus í titilvörn sinni.
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Lyon hafa meðal annars slegið út Juventus í titilvörn sinni. Getty/Jonathan Moscrop

Það verður Íslendingaslagur í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þegar lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur mætast. Sara Björk Gunnarsdóttir fer með Lyon í franskt uppgjör.

Evrópumeistararnir í Lyon mæta sigurliðinu úr einvígi PSG og Sparta Prag í 8-liða úrslitunum. PSG er hins vegar 5-0 yfir eftir fyrri leikinn í því einvígi og alveg ljóst að það verða Lyon og PSG sem mætast í uppgjöri bestu liða Frakklands síðustu ár.

Bayern, lið Karólínu, mætir Rosengård sem Glódís leikur með. Chelsea mætir silfurliði Wolfsburg og Barcelona og Manchester City mætast.

Átta liða úrslitin verða spiluð 23./24. mars og 31.mars/1. apríl.

Átta liða úrslit:

  • Bayern – Rosengård
  • PSG/Sparta Prag – Lyon
  • Barcelona – Manchester City
  • Chelsea – Wolfsburg

Undanúrslit:

  • PSG/Sparta/Lyon – Barcelona/Man. City
  • Bayern/Rosengård – Chelsea/Wolfsburg

Einnig var dregið til undanúrslita og er ljóst að ef Sara og stöllur hennar fara áfram mæta þær Barcelona eða Manchester City.

Karólína eða Glódís mun mæta Chelsea eða Wolfsburg í undanúrslitunum. Undanúrslitin fara fram 24./25. apríl og 1./2. maí.

Úrslitaleikurinn verður í Gautaborg 16. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×