Fótbolti

Dortmund vann og Håland heldur uppteknum hætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn skorar fyrra mark sitt í kvöld.
Norðmaðurinn skorar fyrra mark sitt í kvöld. Lars Baron/Getty Images

Dortmund vann 4-0 sigur á botnliði Schalke er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jadon Sancho skoraði fyrsta markið á 42. mínútu og hann lagði svo upp annað markið fyrir Erling Braut Håland sem skoraði með laglegri klippu.

Raphael Guerreiro gerði þriðja markið á 63. mínútu og Håland bætti við fjórða markinu stundarfjórðungi síðar. Lokatölur 4-0.

Dortmund er í sjötta sætinu með 36 stig, jafn mörg stig og Leverkusen sem er sæti ofar, en sex stigum frá Meistaradeildarsæti.

Schalke er á botninum með níu stig, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur unnið einn af 22 leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×