Erlent

Milljónir skammta af bóluefni sitja ónotaðir í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríkjamaðurinn Chip Seamans fær hér bóluefni Moderna í Colorado í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamaðurinn Chip Seamans fær hér bóluefni Moderna í Colorado í Bandaríkjunum. AP/Kelsey Brunner

Afar ólíklegt er að það takist að bólusetja þær tuttugu milljónir manna sem stefnt var að í Bandaríkjunum á fyrsta mánuði bólusetningar. Búið er að dreifa um tíu milljónum skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech annars vegar og Moderna hins vegar til sjúkrahúsa og ríkja í Bandaríkjunum.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir að bólusetja ætti tuttugu milljónir manna í desember. Til þess að það takist þarf að bólusetja nítján milljónir manns á næstu níu dögum, eða um tvær milljónir á dag, þar sem búið er að bólusetja um eina milljón Bandaríkjamanna.

Þetta þýðir að milljónir skammta sitja nú ónotaðir í sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnun landsins. Í frétt Reuters segir að bólusetningin hafi farið hægt af stað þar sem starfsmenn væru að átta sig á ferlum og hvernig best væri að standa að bólusetningum. Í sumum tilvikum væri erfitt að finna starfsmenn sem og að finna heppilega staðsetningu þar sem hægr er að virða fjarlægðartakmarkanir.

Á sama tíma eru heilbrigðisstofnanir að glíma við mikinn vöxt í fjölda Covid-19 tilfella í Bandaríkjunum, þar sem átján milljónir hafa smitast og 323 þúsund látist frá því að faraldurinn hófst.

Moderna mun senda út um sex milljónir skammta í þessari viku og Pfizer um tvær milljónir, til viðbótar við þá skammta sem Bandaríkjamenn hafa þegar tekið á móti.

Yfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að hundrað milljónir íbúa Bandaríkjanna verði bólusettir fyrir 1. mars á næsta ári.


Tengdar fréttir

Biden fékk bóluefnið í beinni

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar.

Þing­kona sýndi frá bólu­setningu á Insta­gram

Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×