Erlent

Ræða hvernig skuli taka á nýju af­brigði veirunnar

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Charles Michel er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Leiðtogaráðið kemur saman til fundar vegna málsins klukkan 10.
Charles Michel er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Leiðtogaráðið kemur saman til fundar vegna málsins klukkan 10. Getty

Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það síðar í dag hvernig taka skuli á hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar sem grasserar nú í Bretlandi.

Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlands.

Evrópusambandið er nú að íhuga samræmdar aðgerðir á öllu svæðinu til að reyna að stemma stigu við því að nýja afbrigðið breiðist út um álfuna. Vísindamenn segja nýja afbrigðið um sjötíu prósent meira smitandi, en engar vísbendingar eru um að það sé hættulegra en hin fyrri afbrigði veirunnar.

Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það síðar í dag hvernig taka skuli á hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Nýja afbrigðið hefur þegar greinst í Danmörku, Ítalíu og í Hollandi, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun funda vegna málsins klukkan tíu í dag til að ræða þessar nýjustu vendingar.

Enn hefur engin ákvörðun verið tekin hér á landi varðandi flug til og frá Bretlandi en ein vél frá Easy Jet er væntanleg hingað frá London í dag.


Tengdar fréttir

„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×