Úlfarnir afgreiddu Chelsea í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úlfarnir fagna sigurmarkinu dýrmæta.
Úlfarnir fagna sigurmarkinu dýrmæta. Michael Steele/Getty Images

Það var mikil dramatík er Úlfarnir unnu 2-1 sigur á Chelsea í fyrsta leik 13. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Molineux leikvanginum í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Oliver Giroud skoraði fyrsta markið á 50. mínútu. Hann kom þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Ben Chilwell.

Jöfnunarmarkið kom stundarfjórðungi síðar. Daniel Podence skoraði þá með frábæru skoti eftir að hafa leikið á áður nefndan Chilwell.

Úlfarnir virtust vera fá vítaspyrnu um tíu mínútum fyrir leikslok er Pedro Neto fór niður. Eftir skoðun í VARsjánni ákvað dómari leiksins, Stuart Attwell, þó að dæma ekkert.

Það var hins vegar á 96. mínútu sem sigurmarkið kom. Áður nefndur Pedro Neto skoraði þá sigurmarkið eftir undirbúning Vitinha.

Annar deildarleikurinn í röð sem Chelsea nær ekki að vinna en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig. Úlfarnir eru með tuttugu stig í níunda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira