Fótbolti

Heimir og Rúnar hafa ekkert heyrt í KSÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar og Heimir hafa ekkert heyrt í KSÍ varðandi þjálfarastarf A-landsliðs karla. Það sama má eflaust segja um Bjarna Guðjónsson [fyrir miðju].
Rúnar og Heimir hafa ekkert heyrt í KSÍ varðandi þjálfarastarf A-landsliðs karla. Það sama má eflaust segja um Bjarna Guðjónsson [fyrir miðju]. VÍSIR/DANÍEL

Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson hafa ekkert heyrt í Knattspyrnusambandi Íslands varðandi stöðu þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu.

Í gær ræddi Arnar Þór Viðarsson við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar kom fram að hann hefði rætt við KSÍ um stöðu þjálfara A-landsliðs karla. Hann sagði þó að enn væru aðrir þjálfarar inn í myndinni.

Hefur umræðan verið sú að annað hvort Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, gætu tekið við liðinu.

Hvorugur þeirra hefur þó heyrt í KSÍ varðandi möguleika þess að taka við íslenska landsliðinu.

„Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má það eins og annað. Ég vil sem minnst spá í svona hlutum þegar það er ekki búið að ræða við mann. Maður er ekkert að eyða of miklum tíma að spá og spekúlera,“ sagði Rúnar í stuttu spjalli við Fótbolti.net í dag.

Heimir Guðjóns tók í sama streng fyrr í vikunni.

„Það hefur enginn hringt í mig en ég er alltaf með símann opinn. Ég hef ósköp lítið spáð í þetta. Ef símtalið kemur þá liggur það í hlutarins eðli að menn vilji skoða svoleiðis dæmi. Það er ekki spurning,“ sagði Heimir í viðtali við Fótbolti.net.

Heimir stýrði Val til sigurs í Pepsi Max deild karla sumarið 2020.Vísir/Bára

„Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi undir lok nóvembermánaðar. 

Sambandið þarf því að hafa hraðar hendur ef það ætlar að ráða mann áður en jólin ganga í garð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×