Innlent

Þungt yfir, hvasst og lítið skyggni fyrir vestan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er dimmt yfir.
Það er dimmt yfir. Mynd/Tómas Guðbjartsson

Það er ekkert sérstakt, veðrið á Vestfjörðum þessa stundina en Tómas Guðjartsson læknir birti fyrr í kvöld myndband af færðinni í Ketildölum.

Það er ekkert sérstakt, veðrið á Vestfjörðum þessa stundina en Tómas Guðjartsson læknir birti fyrr í kvöld myndband af færðinni í Ketildölum.

„Á leiðinni á Bíldudal skall á mig einn versti snjóbylur sem ég hef lent í. Útsýni ekkert og til vinstri snarbrattar hlíðar niður að úfnum Arnarfirði“, skrifar Tómas með myndbandinu sem hann birtir á Facebook.

Í samtali við Vísi segir Tómas, sem staddur hefur verið á Bíldudal undanfarna daga að veðrið hafi ekki verið gott síðasta sólahringinn eða svo.

„Það er búið að vera alveg bandvitlaust veður hérna í dag. Ég er í Hvestu hérna rétt fyrir utan Bíldudal. Það eru svo svakalegar kviður hérna niður úr fjöllunum,“ segir Tómas.

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu, sem og við Faxaflóa, og á Ströndum og norðurlandi vestra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi á mest öllu landinu á miðnætti.

Tóma segir að blessunarlega sé ekki mikill snjór á svæðinu, en sá sem fyrir er fjúki yfir veginn og því sé mjög lítið skyggni.

„Það er svo ofboðslega hvasst að það fýkur mikið yfir veginn, það er mjög lélegt skyggni. Það er kannski tíu tólf sentimetrar á veginum en það fýkur í skafla. Það er rosalega lítið skyggni. Maður sér varla út á Arnarfjörðinn núna.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×