Fótbolti

Gladbach í góðum málum eftir stór­sigur á Shak­htar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Alex Gottschalk/Getty Images

Borussia Mönchengladbach er í góðum málum í A-riðli Meistaradeildarinnar eftir stórsigur á Shakhtar Donetsk í kvöld. Lokatölur 4-0 og sama hvernig leikur Inter Milan og Real Madrid fer er ljóst að Gladbach verða á toppi riðilsins er 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur.

Heimamenn voru mikið mun sterkari aðilinn í kvöld og kom Lars Stindl þeim yfir strax á 17. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Nico Elvedi tvöfaldaði forystu heimamanna þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik með skalla eftir eftir hornspyrnu Stindl.

það var svo Breel Embolo sem tryggði nánast sigur Gladbach er hann skoraði með síðustu snertingu fyrri hálfleiksins. Markið stórglæsilegt en sjá má mynd af markinu hér að neðan.

Staðan 3-0 í hálfleik og brekkan brött hjá gestunum frá Úkraínu. Oscar Wendt fullkomnaði svo 4-0 sigur heimamanna og kom þeim í efsta sæti A-riðils.

Gladach nú með 8 stig eftir fjóra leiki. Shakhtar er sem stendur í 2. sæti með fjögur stig en Real Madrid fer upp í annað sætið með jafntefli eða sigri gegn Inter í kvöld. Aða sama skapi getur ítalska félagið náð 2. sætinu með sigri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×