Innlent

Mjög rólegt hjá lögreglunni í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tíðindalítil nótt hjá lögreglunni.
Tíðindalítil nótt hjá lögreglunni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Mjög rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti og fram á morgun að hennar sögn og aðeins komu fjögur verkefni inn á hennar borð á tímabilinu að því er segir í tilkynningu. Að auki var þar í öllum tilfellum um að ræða minniháttar aðstoðarbeiðnir að ræða. Nokkuð meiri erill var hinsvegar á kvöldvaktinni en um klukkan hálfátta var tilkynnt um þjófnað á matvörum úr verslun í vesturbæ Reykjavíkur. Gerandi var farinn af vettvangi en lögreglumenn þekktu viðkomandi eftir skoðun á myndefni úr öryggismyndavélum.

Rétt fyrir hálftíu var síðan tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Meiðsli þess sem fyrir árásinni varð voru ekki talin vera alvarleg en gerandi gisti fangageymslur og stóð til að ræða betur við hann þegar birta fer af deg. Sá var undir áhrifum þegar hann var handtekinn.

Kortér fyrir ellefu var síðan tilkynnt um eld í Framheimilinu en þergar betur var að gáð var eldurinn í ruslagámi við húsið og lítil hætta á ferðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×