Enski boltinn

Markaskorun Calvert-Lewin kemur Ancelotti á óvart

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi
Óstöðvandi vísir/Getty

Dominic Calvert-Lewin hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktíðar og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 10 mörk í fyrstu 9 leikjunum.

Carlo Ancelotti er í skýjunum með framherjann sinn og sá þessa markaskorun ekki fyrir, fyrir tímabilið en Lewin skoraði 13 mörk í 36 leikjum á síðustu leiktíð.

„Hann er mjög beittur í teignum. Hann er mættur á allar fyrirgjafir og er vel staðsettur,“

„Hann er að standa sig mjög vel. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá bjóst ég ekki við svona miklum stöðugleika hjá honum,“

„Vonandi getur hann keppt um markakóngstitilinn því það væri gott fyrir okkur. Að vinna gullskóinn myndi þýða að hann myndi skora mörg mörk fyrir okkur og hjálpa okkur að ná góðum árangri,“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×