Enski boltinn

Sol­skjær: Mun alltaf hlusta á gagn­rýni Roy Kea­ne

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lestrarhesturinn Solskjær.
Lestrarhesturinn Solskjær. Matthew Peters/Manchester United

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hann muni alltaf hlusta á gagnrýni síns fyrrum samherja hjá Manchester United, Roy Keane.

Keane var allt annað en sáttur eftir frammistöðu Man. United gegn Arsenal um helgina og sagði að núverandi leikmannahópur liðsins myndi líklega gera það að verkum að Ole yrði rekinn.

Norðmaðurinn kom hreint fram í viðtali við Sky Sports og sagðist hlusta á Roy.

„Við erum í mismunandi störfum. Vinnan hans er að segja sína skoðun og ég hlusta alltaf á Roy,“ sagði Solskjær í samtali við Sky Sports.

„Við höldum áfram að vinna með þennan góða hóp af leikmönnum sem ég vil meina að er sterkur leikmannahópur. Roy hefur alltaf verið góður í að segja sína skoðun en ég er ánægður með leikmannahópinn.“

Man. United er sem stendur í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en taka skal fram að viðtalið var tekið fyrir leik United gegn Istanbul Basaksehir í kvöld. 

United tapaði leiknum 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×