Körfubolti

Finnur Freyr: Við erum heppin með dómara á Íslandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Finnur Freyr heimsótti Kjartan Atla og Henry Birgi.
Finnur Freyr heimsótti Kjartan Atla og Henry Birgi. vísir/skjáskot
Finnur Freyr Stefánsson, fyrrum þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR í körfubolta, var gestur Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportið í dag á dögunum.

Finnur hélt utan til Danmerkur síðastliðið sumar og hefur þjálfað lið Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. Finnur ræddi muninn á því að þjálfa hér og þar.

„Jú þetta er búið að vera mjög gaman að fara í nýja deild og komast úr því mengi sem íslenskur körfubolti er. Þó það komi hingað erlendir leikmenn eru þetta sömu þjálfararnir og sömu íslensku leikmennirnir. Þú sérð þá í sjónvarpinu og hittir þá svo úti í búð. Þarna kemur maður inn í umhverfi þar sem maður þekkir enga leikmenn, þekkir ekki liðin eða þjálfarana og veit lítið um leikstílinn,“ segir Finnur Freyr.

Finnur hélt áfram og hrósaði dómarastéttinni hér á landi. Stétt sem fær ekki endilega alltaf mikið af hrósi fyrir sín störf.

„Maður kynnist líka nýjum dómurum og mikið erum við heppnir á Íslandi. Ég ætla ekki að vera að kitla egóið hjá íslenskum dómurum, þess þarf ekki. En þvílík veisla sem að íslenskir dómarar eru miðað við þá dönsku,“ sagði Finnur Freyr.

Umræðu um muninn á íslenska og danska körfuboltanum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Finnur Freyr um dómara í Danmörku



Fleiri fréttir

Sjá meira


×