Innlent

Umferð stýrt um Hvalfjarðargöngin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Biðröð við Hvalfjarðargöng.
Biðröð við Hvalfjarðargöng. Vísir

Umferð um Hvalfjarðargöngin er nú stýrt en miklar umferðartafir eru vegna bilaðs vörubíls í göngunum. Umferð er hleypt í gegn aðra átt í senn en búast má við allt að hálftíma bið. 

Vörubíllinn bilaði um klukkan þrjú í dag en langar raðir mynduðust beggja vegna við göngin eftir að þeim var lokað.

Allt að hálftíma til klukkutíma var þegar mest lét til að komast í gegn um göngin og er samkvæmt upplýsngum fréttastofu mikil umferð á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×