Erlent

Finnur fyrir ein­kennum og fer í sýna­töku

Atli Ísleifsson skrifar
Sanna Marin tók við embætti forsætisráðherra Finnlands í desember 2019.
Sanna Marin tók við embætti forsætisráðherra Finnlands í desember 2019. Getty

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur greint frá því að hún hafi fundið fyrir einkennum kórónuveirusýkingar í öndunarfærum. Hún ætli sér að fara í sýnatöku og mun sinna störfum sínum í fjarvinnu þar til að niðurstaða liggur fyrir.

Marin greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, og segir hún einkennin sín vera væg.

Á dagskrá forsætisráðherrans í dag er sumarfundur þingflokks Jafnaðarmannaflokksins og ríkisstjórnarfundur þar sem fyrirkomulag á landamærum verður til umræðu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem finnski forsætisráðherrann ákveður að stunda fjarvinnu vegna gruns um kórónuveirusmit en hið sama gerðist í apríl síðastliðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×