Viðskipti innlent

Ætla að segja upp samningi við Thorsil í Helguvík

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Helguvík við Reykjanesbæ.
Frá Helguvík við Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Samningi Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. um uppbyggingu kísilverksmiðju á Helguvík verður sagt upp. Stjórn Reykjaneshafnar fól hafnarstjóra að rifta samningnum frá og með mánaðamótum á fundi sínum í dag.

Víkurfréttir segja frá ákvörðun stjórnar Reykjaneshafnar í dag. Stjórnin líti svo á að Thorsil hafi vanefnt samningsskyldur sínar í ljósi þess að félagið hafi ekki innt af hendi gjöld sem því bar samkvæmt samningum.

„Á tímum óvissu og atvinnubrests er þörf á allri uppbyggingu til að vega upp á móti óheillavænlegri þróun. Stjórn Reykjaneshafnar telur óforsvaranlegt að bíða endalaust í óvissu á meðan nýir aðilar óska eftir samræðum um framtíðaruppbyggingu,“ hafa Víkurfréttir upp úr afgreiðslu stjórnarinnar.

Lóðar- og hafnarsamningurinn við Thorsil var undirritaður í apríl árið 2014. Í honum fólst að Reykjaneshöfn tryggði Thorsil lóðaraðstöðu vegna fyrirhugaðar kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×