Víti Kane bjargaði stigi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty

Harry Kane bjargaði stigi fyrir Tottenham gegn botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nýliðarnir í Norwich komust yfir með marki frá Mario Vrancic á 33. mínútu og það skildi liðin að í hálfleik.

Christian Eriksen jafnaði metin á 55. mínútu beint úr aukaspyrnu og Dele Alli virtist hafa komið Tottenham yfir stuttu seinna en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu.

Serge Aurier varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu og leit út fyrir að Norwich væri að sigla heim sterkum sigri.

Á 81. mínútu var hins vegar dæmd vítaspyrna á Norwich, Harry Kane fór á punktinn og skoraði og tryggði Tottenham stig úr leiknum. Lokatölur urðu 2-2.

Tottenham er í 5. sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea sem spilar á morgun. Norwich er hins vegar á botni deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira