Handbolti

Sportpakkinn: Fékk klukkutíma til að ákveða sig

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Halldór lék með Fram á árunum 2007-12.
Halldór lék með Fram á árunum 2007-12.
Halldór Jóhann Sigfússon skrifaði í dag undir samning við Fram í Olís deild karla í handbolta. Hann mun stýra liðinu út þetta tímabil.

Halldór sem er vel kunnugur Safamýrinni sagðist ekki geta hlaupist undan þessari áskorun þegar nágranni hans, Bjarni Kristinn Eysteinsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hafi haft samband við hann.

Halldór segir að Fram hafi boðið honum lengri samning en hann hafi ekki verið tilbúinn að taka það skref að svo stöddu. Hann sé enn að skoða þann möguleika að taka við liði í sterkari deild erlendis.

„Ég tel að það séu möguleikar í þessum leikmanna hópi, mér finnst þeir hafa spilað undir pari,“ sagði Halldór sem er spenntur fyrir komandi verkefni.

Halldóri var sagt upp störfum sem þjálfari undir 19 og 21 árs liðs Bahrein fyrr á þessu ári en hann var áður þjálfari FH í Olís deild karla. Hans fyrsti leikur sem þjálfari Fram er á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Val.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Halldór kominn aftur í Safamýrina
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×