Enski boltinn

Van Dijk bestur og Sterling efnilegastur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk var kosinn besti leikmaðurinn.
Van Dijk var kosinn besti leikmaðurinn. vísir/getty
Virgil van Dijk var í kvöld kjörinn leikmaður ársins af ensku leikmannasamtökunum en Vísir greindi frá þessu á dögunum.

Daily Mail greindi frá því í síðustu viku að varnarmaður Liverpool myndi vinna kjörið og það varð svo endanlega staðfest í kvöld.







Besti ungi leikmaðurinn var valinn Raheem Sterling en hann hefur skorað sautján mörk í þeim 32 leikjum sem hann hefur spilað. Einnig hefur hann lagt upp tíu mörk.







Vivianne Miedema, markvörður Arsenal, var kjörin besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeild kvenna og Georgia Stanway sú efnilegasta en hún kemur frá Manchester City.







Einnig var kosið lið ársins en það lak einnig út í síðustu viku. Liverpool átti fjóra leikmenn, Manchester City sex og Paul Pogba var eini sem kom ekki frá toppliðunum tveimur.

Ederson, Aymeric Laporte, Bernardo Silva, Fernandinho, Sergio Aguero og Sterling komu frá City. Frá Liverpool voru það þeir Trent Alexander-Arnold, Sadio Mane, Andy Robertson og sjálfur Van Dijk.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×