Innlent

Mótmælendur bornir út úr dómsmálaráðuneytinu

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Mótmælendur bornir út af lögreglu við dómsmálaráðuneytið í dag.
Mótmælendur bornir út af lögreglu við dómsmálaráðuneytið í dag. Vísir/Vilhelm
Mótmælt var í dag á vegum No borders Iceland í dómsmálaráðuneytinu þar sem svörum við kröfum flóttafólks um fund með dómsmálaráðuneytinu og Útlendingastofnun var hafnað fyrir helgi. Saman söfnuðust um fimmtán manns á mótmælunum sem byrjuðu kl. 15 í dag, en sex einstaklingar á vegum No borders komu saman í anddyri dómsmálaráðuneytisins, þar sem þau læstu saman höndum til að koma í veg fyrir að þeim yrði vísað út.



Lögreglan mætti á staðin og bar mótmælendur út úr byggingunni en mótmælin héldu áfram fram yfir lokun ráðuneytisins. Enginn var handtekinn að þessu sinni. Talsmaður No borders sagði í samtali við Vísi að samtökin væru hvergi nærri hætt og myndu halda áfram að mótmæla þar til kröfum flóttafólks yrði komið á framfæri við viðeigandi aðila.

Flóttafólk átti fund með forsætisráðuneytinu þar sem öllum kröfum þeirra var hafnað og þeim vísað til dómsmálaráðuneytis.

Kröfur flóttafólks eru eftirfarandi:

  1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu.
  2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki.
  3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur.
  4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi.
  5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.

Tengdar fréttir

Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu

Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×