Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hann er eins og smiður sem neitar að nota hamar og sög

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Friðriksson talaði um smiði og körfuboltamenn.
Kristinn Friðriksson talaði um smiði og körfuboltamenn. mynd/stöð 2 Sport
Keflavík er á fínum skriði í Domino´s-deild karla í körfubolta en liðið vann auðveldan sigur á Val í 21. umferðinni og getur náð þriðja sætinu í lokaumferðinni á fimmtudagskvöldið.

Keflvíkingar eru vel mannaðir og að spila vel og geta orðið hættulegir í úrslitakeppninni þar sem að Keflvíkingar eru oft allt annað skrímsli en í deildarkeppninni.

„Þetta er bara hroki. Það er ekkert annað orð yfir þetta. Þetta er bara keflvískur hroki. Það er að koma á ferðinni að körfunni og taka skot lengst fyrir utan. Það hefur svo engin áhrif á liðið hvort að boltinn fari svo ofan í eða ekki,“ sagði Kristinn Friðriksson um sitt gamla lið.

„Það er rosalega erfitt að eiga við Keflavík þegar að liðið er með þetta viðhorf, gott andrúmsloft og frábæran mannskap,“ bætti hann við og Finnur Freyr tók undir orð Kristins.

„Keflavík er annað hvort eða. Annað hvort er liðið frábært í úrslitakeppninni eða það er ekkert að frétta,“ sagði hann.

Sérfræðingarnir fögnuðu því að Reggie Dupree hefði átt góðan leik og það væru góðar fréttir fyrir Keflvíkinga. Hann er búinn að vera sofandi undanfarið.

„Hann er eins og smiður sem að neitar að nota hamar og sög. Það er gott að hann hafi mætt til leiks að þessu sinni en svona verður hann að vera. Hann verður að vilja að nota verkfærin sín,“ saðgi Kristinn Friðriksson.

Alla umræðuna um Keflavík má sjá hér að neðan.

Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Keflvíkingar hættulegir í úrslitakeppninni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×