Enski boltinn

Leeds á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pablo fagnar í kvöld.
Pablo fagnar í kvöld. vísir/getty
Leeds vann öruggan 3-0 sigur á Reading í ensku B-deildinni í kvöld en Leeds gerði út um leikinn í fyrri hálfleik.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading en mörk frá Mateusz Klich og tvö frá Pablo Hernandez gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

Staðan var 2-0 eftir 22 mínútur og Pablo gerði annað mark sitt tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en Leeds er nú á toppi deildarinnar.

Þeir eru stigi á undan Norwich sem spilar á morgun gegn Hull en Hull er í þrettánda sæti deildarinnar. Reading er í nítjánda sætinu, þremur stigum frá fallsæti.

Patrik Sigurður Gunnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Brentford sem tapaði 2-0 fyrir Sheffield United á útivelli. Brentford er í fjórtánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×