Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Tindastóll er rjúkandi rúst“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sports þar sem næst síðasta umferðin í Dominos-deild karla var gerð upp eins og síðasta umferðin í Dominos-deild kvenna.

Kjartan Atli Kjartansson stýrði þættinum eins og fyrr en þeir Kristinn Friðriksson, Jón Halldór Eðvaldsson og Finnur Freyr Stefánson voru í settinu í gærkvöldi.

Fyrsta umræðuefnið var hvað væri í gangi hjá Tindastól og hvort þeir gætu farið í gegnum fyrstu umferðina, átta liða úrslitin. Spekingarnir voru ekki á því.

„Tindastóll er er rjúkandi rúst,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hélt áfram: „Eina leiðin til að koma til baka er að fara á galdrasafnið á Hólmavík og athuga hvort að þeir finni eitthvað þar.“

Alla umræðu um Tindastól í framlengingunni má sjá hér að ofan sem og umræðuna um hin fjögur umræðuefnin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×