Enski boltinn

„Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“

Hazard og Sarri.
Hazard og Sarri. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af því að Eden Hazard muni yfirgefa Chelsea og ganga í raðir Real Madrid í sumar því Sarri vill einungis hafa þá leikmenn í liðinu sem vilja spila fyrir Chelsea.

Hazard hefur verið orðaður duglega við Real undanfarnar vikur og það hætti ekkert er Zidane tók við Real. Frakkinn var nefnilega átrúnargoð Belgans er hann ólst upp.

„Þú verður að spurja Hazard um Zidane held ég. Ég veit ekkert um það. Ég tala ekki við Eden um Zidane. Ég er ekki áhyggjufullur því þú veist mína skoðun. Ég vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea svo ég er ekki áhyggjufullur,“ sagði Sarri.

Chelsea mætir Dynamo Kiev í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið er í Úkraínu en Sarri líst ekki á blikuna í Úkraínu.

„Þetta er skelfilegt. Völlurinn er ekki góður. Ég held að þetta sé hættulegt, mjög hættuleg, og það er erfitt að spila fótbolta hérna. Við þurfum þó að sætta okkur við það.“

„Það er engin önnur lausn. Ég skil ekki hvernig UEFA er ekki að gera athugasemd við þetta. Ástæðan er þó örugglega veturinn. Ég spilaði hérna í september og þá var völlurinn góður,“ sagði Sarri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×