Körfubolti

Valur og Keflavík áfram jöfn á toppnum

Brittanny var frábær í kvöld.
Brittanny var frábær í kvöld. vísir/bára
Valur og Keflavík eru áfram jöfn á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að bæði lið unnu sigra í kvöld. Stjarnan vann svo mikilvægan en nauman sigur á Skallagrím.

Valur vann öruggan 95-70 sigur á Breiðablik í Kópavogi í kvöld. Staðan var 40-36, Val í vil, eftir fyrri hálfleikinn. Valur gerði út um leikinn í þriðja leikhluta en liðið vann leikhlutann 33-9.

Heather Butler var stigahæst í liði Vals en hún skoraði nítján stig og Simona Podesvova bætti við fimmtán stigum. Í liði Blika var það Sanja Orazovic stigahæst með 23 stig.

Keflavík vann tíu stiga sigur á Haukum í Keflavík, 77-69, eftir að hafa verið 44-33 yfir í hálfleik. Sigurinn aldrei í hættu og baráttan um deildarmeistaratitilinn mikil er þrjár umferðir eru eftir en Haukarnir í sjötta sætinu.

Brittanny Dinkins var frábær í liði Keflavíkur. Hún endaði með 32 stig og tók tólf fráköst auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði átján stig fyrir Hauka og tók níu fráköst.

Stjarnan er komið í þriðja sætið eftir 72-67 sigur á lánlausu liði Skallagríms í Garðabæ í kvöld. Staðan í hálfleik var 40-36, Stjörnunni í vil, en mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Stjarnan hafði betur að endingu.

Veronika Dzhikova gerði nítján stig fyrir Stjörnua og Bríet Sif Hinriksdóttir bætti við fjórtán. Shequila Joseph var eins og áður öflugust í liði Skallagríms en hún gerði 25 stig.

Staðan í deildinni er þrjár umferðir eru eftir:

Valur 38

Keflavík 38

Stjarnan 32

KR 30

Snæfell 28

Haukar 16

Skallagrímur 12

Breiðablik 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×