Enski boltinn

Leicester City borgaði næstum því einn og hálfan milljarð fyrir Rodgers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers fagnar fyrsta sigri sínum sem stjóri Leicester með framherjanum Jamie Vardy.
Brendan Rodgers fagnar fyrsta sigri sínum sem stjóri Leicester með framherjanum Jamie Vardy. Getty/Ross Kinnaird/
Leicester City vildi fá Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóra ferilsins og var heldur betur tilbúið að borga fyrir það.

Brendan Rodgers var á miðju tímabili með Celtic en Leicester náði samkomulagi við skoska félagið.

Nú er komið í ljós að það kostaði Leicester City 9 milljónir punda að taka Rodgers frá Celtic. 9 milljónir punda eru 1,4 milljarðar íslenskra króna.

Brendan Rodgers skrifaði undir fjögurra ára samning við Celtic í apríl 2017 og fyrrnefnd upphæð var í þeim samningi samkvæmt heimildum Daily Telegraph.



 

Leicester tók ekki aðeins Brendan Rodgers frá skosku meisturunum heldur allt hans starfslið. Rodgers var búinn að vinna sjö titla á þremur tímabilum með Celtic og búinn að leggja grunn að þriðja meistaratitlinum í röð.

Mikið var látið með þegar Everton greiddi Watford 4 milljónir punda fyrir að fá knattspyrnustjórann Marco Silva. Upphæðin fyrir Brendan Rodgers er aftur á móti meira en tvöfalt hærri.

Brendan Rodgers mun stýra Leicester City í þriðja sinn á móti Burnley um helgina en liðið vann 3-1 sigur á Fulham um síðustu helgi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum undir stjórn Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×