Innlent

Bein útsending: Bjarni ræðir við fjölmiðla

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu stendur yfir þar sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins kynnir tillögu sína að ráðherraskipan fyrir þingflokknum, en Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær.

Eftir fundinn rýkur Bjarni upp á Bessastaði til fundar með ríkisráði sem hefst klukkan 16 en þar verður væntanlega nýr dómsmálaráðherra kynntur til sögunnar.

Vísir verður í beinni útsendingu frá Alþingishúsinu þegar þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur.

Eftir útsendinguna í þinghúsinu verður farið til Bessastaði þar sem Vísir verður einnig í beinni útsendingu. 

Uppfært 15:40: Útsendingunni er nú lokið, en Bjarni tilkynnti um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir myndi taka við embætti dómsmálaráðherra. Upptöku má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×