Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburði dagsins á stjórnmálasviðinu. Heyrum í nýskipuðum dómsmálaráðherra og fráfarandi ráðherra sem segir Mannréttindadómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. Þá segir fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að ráðherraskipanin sem gengið var frá í dag sé til bráðabirgða sem forystufólk Pírata og Samfylkingar gagnrýna.

Við greinum frá nýjustu tíðindum varðandi kyrrsetningu Boeing Max flugvélanna en frönsk flugmálayfirvöld hafa tekið að sér að rannsaka flugslysið í Eþíópíu. Við heyrum í landeigendum sem saka stjórnvöld um að efna til átaka við sig og segjum frá leyniformúlu tveggja kvenna á Hvammstanga sem aukið hefur verðmæti á íslenskum  fiskafurðum til útflutnings.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö og í beinni á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×