Wes Morgan tryggði Leicester sigur í uppbótartíma

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Leicester fagna.
Liðsmenn Leicester fagna. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið tapaði fyrir Leicester eftir mark í uppbótartíma

 

Leikurinn byrjaði heldur vel fyrir Burnley í dag en Harry Maguire, varnarmaður og lykilmaður í liði Leicester, fékk að líta rauða spjaldið strax á fjórðu mínútu leiksins eftir brot á Jóa Berg en þetta var fljótasti brottrekstur í deildinni í fjögur ár.

 

Þrátt fyrir brottreksturinn voru það lærisveinar Brendan Rodgers sem komust yfir í leiknum á 33. mínútu en það var James Maddison sem skoraði fyrir Leicester. Forysta Leicester dugði þó stutt því strax á 38. mínútu jafnaði Dwight McNeil fyrir Burnley.

 

Allt stefndi í það að hvorugu liðinu myndi takast það að skora sigurmarkið en það gerðist hinsvegar áí uppbótartíma þegar Wes Morgan skallaði boltann í netið fyrir Leicester og sigur þeirra bláklæddu því staðreynd. 

 

Eftir leikinn er Leicester í tíunda sæti með 41 stig á meðan Burnley er í sautjánda sæti með 30 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira