Enski boltinn

Liverpool aftur á toppinn eftir nauman sigur

Dagur Lárusson skrifar
Milner fagnar.
Milner fagnar. Vísir/getty
Liverpool komst á toppinn á ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik eftir nauman sigur á botnliði Fulham en það var James Milner sem skoraði sigurmarkið af vítapunktinum.

 

Fyrir leikinn var Liverpool aðeins einu stigi á eftir Manchester City og vissu því fyrir leik að sigur myndi koma þeim aftur á toppinn.

 

Eins og við var að búast að þá var Liverpool með yfirhöndina í byrjun leiks og sköpuðu sér nokkur færi. Það var síðan á 26. mínútu þar sem Sadio Mané skoraði fyrsta mark leiksins og kom þeim rauðklæddu yfir eftir frábæran undirbúning Roberto Firmino. Staðan í hálfleiknum var 0-1.

 

Liðsmenn Fulham mættu aðeins ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn og áttu fleiri sóknir en engin opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 74. mínútu þar sem þeirr fyrsta alvöru færi leit dagsins ljós en þá gerði Virgil Van Djik sjaldgæf mistök í vörn Liverpool en hann skallaði boltann í átt að Alisson en sendingin var heldur laus og komst Ryan Babel á milli, framhjá Alisson og skilaði boltanum í markið og jafnaði þar með metin.

 

Leikmenn Liverpool voru þó heldur betur ekki á þeim buxunum að gefa frá sér sigurinn svona auðveldlega og sóttu því stíft næstu mínúturnar. Sá sóknarþungi skilaði sér í vítaspyrnu á 81. mínútu þegar brotið var á Sadio Mané innan teigs. Á punktinn steig James Milner og kom Liverpool yfir á nýjan leik.

 

Liðsmenn Fulham reyndu hvað þeir gátu að jafna en allt kom fyrir ekki og sigur Liverpool því staðreynd og eru þeir komnir aftur á toppinn en Fulham er í neðsta sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×