Enski boltinn

Klopp: Þurfum ekki að eyða miklu í sumar

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið þurfi ekki að eyða miklum pening í leikmannakaup í sumarglugganum.

 

Eins og er Liverpool í öðru sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir toppliði Manchester City og er liðið einnig komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Porto. Jurgen Klopp segir að liðið þurfi ekki miklar viðbætur í sumar.

 

„Ég vil helst ekki tala um það hvað planið okkar er hvað varðar sumargluggann en held samt sem áður en þetta sé ekki lið sem þarf að eyða miklum pening í til þess að bæta.“

 

„Besta leiðin til þess að bæta þetta lið er að halda þessum leikmönnum saman, reyna að bæta þá alla saman og reyna að fá þá til þess að vera saman til lengri tíma.“

 

„Það er kannski vandamálið sem Liverpool hefur glímt við síðasta áratuginn. Í hvert skipti sem Liverpool hefur átt gott tímabil að þá hafa leikmenn liðsins farið til liða í Evrópu tímabilið eftir á en það mun klárlega ekki gerast núna.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×