Fótbolti

Sigur hjá Arnóri og Herði

Dagur Lárusson skrifar
Hörður var tekinn af velli snemma í seinni hálfleiknum.
Hörður var tekinn af velli snemma í seinni hálfleiknum. vísir/getty
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í eldlínunni fyrir CSKA Moscow þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn Ural í dag.

 

Hörður Björgvin var í byrjunarliði CSKA í dag í þriggja manna vörn á meðan Arnór þurfti að sætta sig við bekkinn.

 

Það var markalaust í hálfleiknum en líf færðist í leikinn í seinni hálfleiknum stuttu eftir að Arnór kom inná á 61. mínútu. Á 74. mínútu fékk CSKA hornspyrnu sem Oblyakov tók og setti beint á ennið á Mario Fernandes sem skoraði og kom CSKA yfir.

 

Þetta var eina mark leiksins og því fóru stigin þrjú til CSKA Moscow. Hörður Björgvin var tekinn af velli þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum en ekki er vitað að svo stöddu hvort hann hann hafi verið að glíma við meiðsli.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×